fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Fjölmiðlakonur vilja Hjört útlægan úr bransanum – „Alkóhólismi leiðir ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskar fjölmiðlakonur krefjast þess að Hjörtur Hjartarson muni ekki starfa lengur innan stéttarinnar. Þær segja að yfirmenn fjölmiðla Íslands verði að tryggja öryggi starfsmanna sinna en Hjörtur hafi endurtekið orðið uppvís að því að ógna og veitast að samstarfsfólki. Þær segja að þó alkóhólismi sé alvarlegur sjúkdómur þá afsaki það ekki ofbeldi. Þær segja í yfirlýsingunni að það sé ólíðandi að Hjörtur fá enn eitt tækifæri þó hann hætti að drekka. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér neðan.

Líkt og DV greindi frá í gær þá var Hjörtur sendur heim frá HM í Rússlandi af yfirmönnum sínum eftir að hafa áreitt Eddu Sif Pálsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. Hjörtur féll á bindindi og kveðst ekki ætla að snerta áfengi á ný og leita sér hjálpar. Þetta er í þriðja sinn sem Hjörtur hefur orðið uppvís að óviðeigandi hegðun. Hjörtur var sendur í leyfi frá störfum árið 2014 á Stöð 2 eftir að hafa ráðist á samstarfsmann sinn í starfsmannapartí. Þurfti starfsmaðurinn að leita sér aðhlynningar. Þá var Hjörtur rekinn af RÚV árið 2012 eftir að Edda Sif Pálsdóttir kærði hann fyrir líkamsárás. Samkvæmt heimildum DV líta vinnuveitendur Hjartar málið alvarlegum augum.

Heimildir DV í Rússlandi herma að Hjörtur hafi verið drukkinn bróðurpart ferðarinnar, hann hafi ekki fallið sama kvöld og atvikið átti sér stað.

Fleiri en fjölmiðlakonur hafa fordæmt hegðun Hjartar og sagt að áfengissýki sé engin afsökun. Hildur Lilliendahl er ein þeirra. Hildur skrifaði á Twitter í gær: „Þú hrasaðir, já. Eða þá að þú ert ofbeldismaður. Eigum við að kalla það fullreynt að bjóða fólki upp á að vinna með þessum manni? Eða stendur til að gera fleiri tilraunir?“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir segir sömuleiðis á Twitter að drykkja afsaki ekki ofbeldi. „Áfengissýki er ekki bein ávísun á ofbeldi. Á einhverjum tímapunkti þurfa gerendur að hætta að nota þetta sem afsökun og við að hætta að samþykkja þetta sem afsökun. Ef að einhver sýnir tilhneigingu til að beita ofbeldi undir áhrifum áfengis er áfengið ekki rót vandans heldur ofbeldistilhneigingin. Viðkomandi þarf fyrst og fremst aðstoð við að hætta að beita ofbeldi, ekki við að hætta að drekka,“ segir Tara Margrét.

Hún segir enn fremur að það sé meðvirkni að afsaka slíka hegðun. „Þessi veikindaorðræða er ekkert annað en gerendameðvirkni og hvergi er gerendameðvirknin meiri en innan fjölmiðla sem gefa ofbeldismönnum sjéns eftir sjéns eftir sjéns án þess að skeyta um öryggi starfsfólks síns eða þolendur þessara manna. Hvenær ætlum við að byrja að leyfa þolendum að njóta vafans fram yfir gerendur? Af hverju er sama sagan alltaf að endurtaka sig án þess að við lærum af henni?“

Íslenskar fjölmiðlakonur krefjast þess að fastar sé tekið á ofbeldi og áreitni á vinnstöðum þeirra og skora á starfsmenn fjölmiðla og yfirmanna að  fylgja fyrirheitum #Metoo byltingarinnar.  Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni, en samstarfskonur Hjartar á Stöð 2 og Bylgjunni skrifa ekki undir yfirlýsinguna en heimildir DV herma að þær fordæmi hegðun Hjartar.

Yfirlýsing íslenskar fjölmiðlakvenna í heild sinni:

Við undirritaðar, konur í fjölmiðlum, krefjumst þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi okkar og annarra starfsmanna sinna á vinnustað. Við mótmælum því að í stéttinni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi.

Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, hefur endurtekið orðið uppvís að því að ógna og veitast að samstarfsfólki sínu. Hirti var sagt upp störfum á RÚV árið 2012, eftir að hann beitti samstarfskonu sína ofbeldi sem varð til þess að hún kærði hann fyrir líkamsárás. Hún dró kæruna til baka eftir að hann axlaði ábyrgð og baðst afsökunar. Hjörtur var einnig sendur í leyfi frá störfum sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 eftir að hann réðst á samstarfsmann sinn þar árið 2014. Á dögunum var Hjörtur svo sendur heim eftir að hafa veist á ný að fyrrum samstarfskonu sinni á RÚV þar sem hún var við störf á HM í knattspyrnu í Rússlandi.

Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Hann leiðir þó ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar. Við, konur í fjölmiðlum, teljum ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum hann sé hættur að drekka. Við höfnum því að vinna við slíkar aðstæður.

Við krefjumst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnustöðum okkar. Við skorum einnig á starfsmenn fjölmiðla, stéttarfélög fjölmiðlafólks og sérstaklega yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo og sýna í verki að þegar ofbeldi og ógnandi hegðun er beitt „kastast ekki í kekki” milli fólks, heldur ber ofbeldismaðurinn einn ábyrgð á sinni hegðun.

Undir yfirlýsinguna skrifa:

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, RÚV

Sunna Valgerðardóttir, RÚV

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV

Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV

Bára Huld Beck, Kjarninn

Alma Ómarsdóttir, RÚV

Ólöf Ragnarsdóttir, RÚV

Margrét Erla Maack, Kjarninn, áður RÚV og 365.

María Lilja Þrastardóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona

María Björk Guðmundsdóttir, RUV

Þórgunnur Oddsdóttir, RÚV

Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV

Lovísa Árnadóttir, fv. íþróttafréttakona á RÚV

Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV

Eva Björk Ægisdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmyndari

Ásdís Ólafsdóttir, fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV

Ragnheiður Thorsteinsson, RÚV

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, Víkurfréttir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Mannlíf og sjálfstætt starfandi

Viktoría Hermannsdóttir, RÚV

Gunnþórunnn Jónsdóttir, Fréttablaðinu

Snærós Sindradóttir, RÚV

Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu

Lára Ómarsdóttir, RÚV

Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins

Ragnhildur Thorlacius, RÚV

Erla María Markúsdóttir, mbl.is

Anna Margrét Gunnarsdóttir, fyrrum blaðamaður á Nýju Lífi, Birtíngi

Sigríður Pétursdóttir, lausapenni hjá RÚV og fleiri fjölmiðlum

Ragnhildur Ásvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi við dagskrárgerð

Vera Illugadóttir, RÚV

Aníta Estíva Harðardóttir, DV

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Mannlífi

Kristborg Bóel, Austurglugganum og Austurfrétt

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar

Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta

Anna Marsibil Clausen, sjálfstætt starfandi

Ragna Gestsdóttir DV

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, mbl.is

Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Bændablaðið

Erla Karlsdóttir, fyrrum blaðakona á DV

Brynhildur Björnsdóttir

Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV

Þorgerður E. Sigurðardóttir, RÚV

Silja Ástþórsdóttir, fyrrverandi umbrotskona á Stundinni og fyrrum yfirhönnuður Fréttablaðsins

Birna Pétursdóttir

Anna Gyða Sigurgísladóttir, RÚV

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, RÚV

Anna Lilja Þórisdóttir, Morgunblaðið

Lára Theódóra Kristjánsdóttir

Fanney Birna Jónsdóttir, Kjarninn og RÚV

Jóhanna Sveinsdóttir

Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Áslaug Guðrúnardóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV

Anna Margrét Björnsson, mbl.is

Dagný Hulda Erlendsdóttir, RÚV

Kolbrún Björnsdóttir

Björg Magnúsdóttir, RÚV

Sigyn Blöndal, RÚV

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Ellen Ragnarsdóttir, Morgunblaðið

Ásdís Ásgeirsdóttir

Lovísa Arnardóttir, Fréttablaðinu

Kristborg Bóel – Austurglugganum og Austurfrétt

Lára Hanna Einarsdóttir, sjálfstætt starfandi

Ástríður Viðarsdóttir, fyrrum blaðamaður mbl.is

Þóra Tómasdóttir

Steinunn Stefánsdóttir, fv. aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu

 Erla Tryggvadóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV

 María Erla Kjartansdóttir, Birtíngi

Kolbrún Björnsdóttir

Inga Lind Vigfúsdóttir, RÚV

Auður Albertsdóttir, fyrrv. blaðamaður mbl.is

Gyða Lóa Ólafsdóttir, fyrrum blaðamaður Fréttablaðinu.

Sigrún Erla Sigurðardóttir

Halla Ólafsdóttir, RÚV

Marta Goðadóttir, áður Nýtt líf.

Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarkona

Birta Björnsdóttir, RÚV

Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir – RÚV

Elín Sveinsdóttir -RÚV

Erna Kettler, RÚV

Helga Kristjáns, Vikan

Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV

Jórunn Sigurðardóttir, RÚV

Elísabet Hall,  fyrrverandi framleiðandi hjá 365

Anna Brynja Baldursdóttir, fyrrum blaðakona Nýs Lífs og Vikunnar

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrum fjölmiðlakona

Guðrún Sóley Gestsdóttir, RÚV

Margrét Marteinsdòttir, fyrrverandi fréttakona á RÙV

Ingveldur G. Ólafsdóttir, fyrrum starfsmaður RÚV og nú lausastúlka

María Sigrún Hilmarsdóttir, RÚV

Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV

Helga Arnardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV

Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari

Halla Gunnarsdóttir, fyrrum þingfréttaritari Morgunblaðsins

Brynja Þorgeirsdóttir, RÚV

Arndís Björk Ásgeirsdóttir, RÚV

Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri

Inga Lind Karlsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi