fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Hannan hjá Heimdalli

Egill Helgason
Föstudaginn 16. júlí 2010 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Hannan, breski Evrópuþingmaðurinn, sem er auglýstur sem gestur á fundi hjá Heimdalli, náði mestri frægð í fyrra þegar hann kom á bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News og lýsti því yfir að breska heilbrigðiskerfið, NHS, væri samsæri sósíalista sem hefði staðið í sextíu ár.

Þetta olli Íhaldsflokknum nokkrum vandræðum og David Cameron neyddist til að sverja þetta af sér og  lýsa því yfir að hann væri ekki sammála Hannan. NHS væri ein merkasta stofnun í Bretlandi.

Ennfremur þykir stjarna Hannans hafa hnigið eftir að Íhaldsflokkurinn komst í stjórn. Hann er eindreginn andstæðingur Evrópusambandsins og vill að Bretar gangi úr því – þótt hann sé þingmaður í Brussel – en nýlega lýsti utanríkisráðherrann William Hague því yfir að Bretar ætluðu sér stærri hlut innan ESB en ekki minni.

En Hannan er mælskur og áheyrilegur – ég man að hann var eitt sinn gestur hjá mér í Silfri Egils – og hann er nokkuð vel að sér um íslensk málefni. Þekking hans hefur þó sín takmörk eins og sást í grein sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum í The Spectator þar sem sagði að Ísland væri lýsandi fyrirmynd annarra ríkja, Íslendingar væru bláeygðir auðfurstar sem böðuðu sig í peningum, aðhylltust thatcherisma og ættu sér merka frjálsræðishetju – sjálfan Bjart í Sumarhúsum.

Iceland’s most famous novelist, Halldór Laxness, won the Nobel Prize with a book called Independent People. That phrase — Sjalfstætt Folk — has a resonance on the island that is difficult for foreigners to grasp. Icelanders believe that self-government is the natural condition for a sturdy, free-standing citizenry. They understand that there is a connection between living in an independent state and living independently from the state. They have no more desire to submit to international than to national regulation. That attitude has made them the happiest, freest and wealthiest people on earth. Long may they remain so.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin