fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Á lyftara í Bónus

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. júlí 2010 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson skilur eftir sig sviðna jörð á Íslandi.

Eða eigum við að kalla það mestu skuldasúpu allra tíma.

Og ef það er eitt sem honum dettur ekki í hug að gera hér heima þá er það að borga skuldir sínar.

Því réttast væri líklega að hann kæmi heim í þegnskylduvinnu og borgaði – svona eins og við hin sem þurfum að standa skil á skuldum okkar.

Ég nefndi við hann í viðtali fyrir nokkru síðan hvort hann væri til í að koma heim og vinna á lyftara í Bónus? Mig minnir að hann hafi sagt nei – en í rauninni er það þar sem hann á heima.

En Jón er ekki á þeim buxunum að gefast upp. Með sína hræðilegu viðskiptasögu vill hann halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann er ennþá eigandi að mesta fjölmiðlaveldi Íslands – og það er ennþá í bígerð að hann og faðir hans haldi áfram að reka verslunarveldi Haga. Það er látið eins og þetta séu einu mennirnir sem kunni að reka svona búðir – skuldakóngarnir sjálfir.

Nú berast fréttir af því að Jón Ásgeir hafi komið milljónum dollara undan í hruninu.

Það er smánarlegt – og það verður að leggja mikla áherslu að ná þessum peningum aftur til að setja í skuldahít hans hér á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin