Skyldi einhver efast um að allt sé upp í loft í Sjálfstæðisflokknum, þá má benda á þennan vef sem Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson halda úti. Hann ber þess vitni hversu óþolið gagnvart öndverðum skoðunum er orðið mikið í flokknum.
Þarna er líka að finna dálk með nafnlausum skrifum – þar sem er skotið fast á þá sem eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu.
Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Björn og Styrmir væru að atyrða Þóri Stephensen, fyrrverandi Dómkirkjuprest, og Einar Benediktsson sendiherra, tvo háborgaralega íhaldsmenn.