fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Flott þýskt lið

Egill Helgason
Laugardaginn 3. júlí 2010 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir afskrifuðu Evrópu í Heimsmeistarakeppninni eftir ófarir Englands, Ítalíu og Frakklands.

Nú detta Suður-Ameríkuveldin út. Brasilíuliðið stóð ekki undir væntingum. Þjóðverjar yfirspiluðu Argentínumenn sem léku einstaklega hugmyndasnauðan sóknarleik – reyndu að troðast í gegnum miðjuna sem var harðlæst. Messi með sínum tilþrifum gerði ekkert annað en að hægja á sóknarleiknum.

Þýska liðið er það besta sem hefur sést í keppninni hingað til, ungt og djaft. Það er aukabónus að liðið fer í taugarnar á hægriöfgamönnum í Þýskalandi sökum þess að það er skipað leikmönnum sem eru upprunnir í Tyrklandi, Afríku og Póllandi.

Eins og stendur finnst manni líklegast að úrslitaleikurinn verði milli Hollands annars vegar og hins vegar Þýskalands eða Spánar.

Hollendingarnir eru baráttuglaðir og hafa hörkuleikmenn eins og Arjen Robben og Wesley Sneijder í sínum röðum, það er algjört bíó að horfa á þann fyrrnefnda spila. Spánverjarnir hafa hins vegar ekki enn sýnt þá snilli sem búist var við af þeim, en gætu samt farið alla leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér