fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Kynslóðareikningar til jöfnunar

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. júlí 2010 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf.

— — —

Sæll Egill,
Ég hef verið að gjóa augum á bloggið um gengistryggðu lánin. Auðvitað er ég sammála að í þeim eigi að fara bil beggja og setja undir svipaðan hátt og vísitölulán, það er rangt að aðrar þjóðir greiði ekki vísitölutryggingu. Það nefnist bara eitthvað annað.

En enn vil ég benda á að það næst enginn jöfnuður á meðan fólk forðast alltaf að taka upp mismunandi lánakjör kynslóðanna. Það kom enn í ljós í útvarpsumræðum í gær (Rás 2 Birgitta og VG Árni Þór) það er alltaf hægt að reka málin áfram með því að segja HVER Á ÞÁ AÐ BORGA?

Málið er að frá því um 1988 hefur allt sem borga skal verið sett á sama fólkið, – það er gert hreinlega með því að benda á þá sem tóku öll lán (lífeyrissjóðs, húsnæðisslán og námslán) án verðtryggingar eru endanlega sloppin og þurfa aldrei að borga neitt meir! – Þetta er til dæmis kynslóð stjórnmálamanna á aldur við Davíð sem lagði niður eignaskatt og erfðaskatt osfrv.

Einhvern veginn virðist réttlátt álag á alla aldrei koma til greina. Það má ekki nefna að það eru margir Íslendingar skuldlausir, ekki af því að þeir voru svo duglegir að taka ekki lán heldur af því að þeir fæddust fyrir árið svona 1953 – 1955 (ca) og þurftu aldrei að greiða verðtryggingu. Nú vil ég fá þá til að axla meira vegna sinna fyrrum góðu kjara.

Hinir yngri hafa lent í of mögum ,,forsendubrestum“ og eru stöðugt að reka dýrara samfélag þar sem ekki má hrófla við gengistryggðum lífeyrisréttindum hinna eldri. – En það skrítna er að þeir hinir sömu eiga skuldlausar (stundum stórar) eignir líka. Yngri helmingurinn á hvorki eignir né örugga lífeyrissjóði ef þeim hafa greitt í (einka) lífeyrissjóði sem sumir standa afar illa vegna óráðssíu stjórnenda þeirra. Þó er það ekki algilt og eiga góða varasjóði sérstaklega ef tekist hefur vel með verðtrygginguna.

Þannig: Skipta ætti réttlátlega á milli þeirra sem eiga bæði lífeyrissjóði og skuldlausar eignir sem ekki hvíldu á gengistryggð lán. – þetta verður að gera með eignaskatti sem skuldir dragast frá. Þannig færist fólk smám saman úr þeim sem eru að borga af skuldum sínum yfir í þá sem eru að borga af eignum sínum. Þar með gætu báðir borgað minna.

Hvenær ætlum við að horfast í augu við þetta sem alls ekki má tala um?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér