Penguin heldur upp á 75 ára afmæli sitt.
Penguinbækurnar eru eitthvert merkilegasta fyrirbæri í sögu bókaútgáfu. Mörgæsin varð tákn fyrir ódýrar og góðar vasabrotsbækur.
Þegar ég var að alast upp las maður aðallega tvo bókaflokka, Penguin Classics og Penguin Modern Classics.
Í hillum fann maður svo ennþá eldri bækur, hið klassíska Penguinsnið, bláar, grænar eða rauðar með hvítri rönd í miðjunni.
Mér líður ennþá vel þegar ég sé svona bækur, þessa einföldu og stílhreinu hönnun og menntahugsjón stofnandans Allens Lane sem vildi gefa út góðar bækur á svipuðu verði og sígarettupakki.
Á heimasíðu útgáfunnar má finna alls kyns fróðleik um Penguinbækur.