fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Krónupælingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. júní 2010 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldmiðilsmálin á Íslandi eru býsna flókin.

Það er rétt eins og bent hefur verið á að krónan hjálpar við að komast upp úr kreppunni.

Það gerir hún með tvennum hætti: Það fást fleiri krónur fyrir útflutningsvörur og með því að rýra kjör almennings verulega.

Með hinni hrikalegu gengisfellingu sem hefur orðið á Íslandi hafa launin snarlækkað og en lánskjör hríðversnað.

Nú virðist þar reyndar standa til bóta fyrir suma, eftir dóm Hæstaréttar sem úrskurðaði um ólögmæti svokallaðra gjaldeyrislána.

Á móti má fullyrða að krónan hafi verið ein orsök þess að kreppan skall á, þ.e. hvernig gjaldmiðlinum var leyft að vera fáránlega hátt skráður um langt árabil. Þannig voru lífskjör hér fölsuð – með tilheyrandi ójafnvægi í hagkerfinu. Það var líka brjálæðisleg hugmynd að halda að hægt væri að byggja risastórt bankakerfi á krónunni.

Ef Ísland hefði verið partur af stærra gjaldmiðilssvæði er semsagt ekki víst að við hefðum lent í svo alvarlegri kreppu. En hefði það gerst, þá hefði orðið að fara aðrar leiðir til að komast út úr henni, laun hefði þurft að lækka með handafli og atvinnuleysi hefði orðið meira. Það er hætt við að kreppan hefði orðið langvinnari. En kaupið hefði ekki snarlækkað og lánskjörin ekki versnað eins og þau gerðu.

Eins og staðan er núna er líklegt að krónugengið verði áfram um það bil 150 á móti evru. Það er sagt nauðsynlegt svo útflutningsgreinarnar geti togað okkur upp úr kreppunni. Krónan má helst ekki styrkjast meira en það. En um leið þýðir þetta langvarandi lífskjaraskerðingu þar sem almenningur verður í langan tíma að súpa seyðið af rugli áranna fyrir 2008. Það verður mjög kostnaðarsamt fyrir Íslendinga að ferðast til útlanda og innfluttar vörur verða áfram mjög dýrar.

Þetta eru svona sirkabát staðreyndir málsins, svo verða menn að dæma hvert skal stefna. Eins og stendur er krónan að koma hagkerfinu til hjálpar, að minnsta kosti vissum hlutum þess. Það er svo spurning hvernig hún dugir okkur til langframa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Krónupælingar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin