fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Gras

Egill Helgason
Föstudaginn 25. júní 2010 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um Palast der Republik í Berlin, stórhýsið sem Honecker lét reisa á blómatíma Þýska alþýðulýðveldisins.

Eftir að Múrinn féll var rifist um hvernig ætti að nota húsið. Loks kom upp sá kvittur að það væri fullt af asbesti, og þá var það rifið.

Öflugur þrýstihópur barðist fyrir því að á staðnum yrði endurbyggð höll Hohenzoller-ættarinnar sem þar bjó þangað til Vilhjálmur II keisari var rekinn burt eftir fyrri heimstyrjöldina. Höllin var spengd í seinni heimstyrjöldinni og síðar jöfnuðu kommarnir hana við jörðu.

Þessi hópur hafði sitt fram að lokum, það var ákveðið að ráðast í endurbyggingu hallarinnar.

Sjálfum fannst mér þetta alltaf heimskulegt. Berlín er full af sögulegum minnismerkjum sem eru þrungin merkingu, það þarf ekki að endurreisa gamlar hallir sem eru snauðar af henni.. Í raun hefði verið meiri ástæða til að Palast der Republik – uppnefnd Lampabúð Erichs – stæði áfram.

Nú hefur hins vegar verið ákveðið að skjóta hallarbyggingunni á frest um óákveðinn tíma vegna fjárhagsstöðu þýska ríkisins.. Flestir telja að hugmyndirnar verði aldrei vaktar upp aftur. Hópurinn sem barðist fyrir endurbyggingu hennar er kominn til ára sinna; yngra fólk hefur lítinn áhuga á verkefninu.

En hvað á þá að gera við þetta flæmi inni í miðri Berlín? Nú er þar stór grasflöt þar sem fólk nýtur útivistar og spilar fótbolta.

Það má jafnvel hugsa sér að þetta sé ágæt lausn á málinu – að hafa bara tóm.

IMG_5088AGras þar sem Lýðveldishöllin stóð áður og þar sem stóð til að endurbyggja höll Prússakeisara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum
Gras

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin