

6 febrúar er dagur sem aldrei gleymist í sögu Manchester United en árið 1958 átti sér stað hræðilegur atburður.
Munich harmleikurinn átti sér þá stað þegar 23 einstaklingar létust um borð í flugvél.
Flugvélin komst ekki á loft á flugbrautinni í Þýskalandi með hræðilegum afleiðingum.
Af þessum 23 sem létust voru 8 leikmenn United og þrír úr starfsliði félagsins.
United var á heimleið úr Evrópuleik gegn Red Star Belgard þegar þetta átti sér stað.
60 eru frá slysinu í dag og verður mikil athöfn á Old Trafford. Leikmenn United hafa svo sent skilaboð sem sjá má hér að neðan.
Jesse Lingard, Ander Herrera and Marcus Rashford appear in a @MU_Foundation video marking the 60th anniversary of the Munich air disaster #mufc pic.twitter.com/Oe1Bd5tPNG
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) February 6, 2018