

Það eru miklar sögusagnir í gangi um að stjórnarmenn Chelsea íhugi það nú alvarlega að reka Antonio Conte úr starfi.
Conte og félagar hafa tapað tveimur deildarleikjum í röð gegn Bournemouth og Watford.
Leikjunum hefur Chelsea tapað 1-7 samanalgt og staðan er því slæm.
Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur litla þolinmæði og hikar ekki við að reka stjóra sína úr starfi.
Luis Enrique fyrrum þjálfari Barcelona er líklegastur hjá veðbönkum að taka við ef Conte misstir starfið.
Þar á eftir koma Carlo Ancelotti sem hefur áður stýrt Chelsea og Maurizio Sarri þjálfari Napoli.