

Wayne Rooney, leikmaður Everton er að byggja sér nýtt hús en hann á von á sínu fjórð barni með eiginkonu sinni, Coleen Rooney.
Fyrir eiga þau þrjá stráka, Kai, Klay og Kit en Rooney ákvað að byggja sér nýtt hús þegar að þau fengu fregnir af því að fjórða barnið væri á leiðinni.
Húsið er staðsett í Cheshire og mun það innihalda bíósal, sundlaug, veiðipoll og lítinn knattspyrnuvöll.
Húsið kostar 20 milljónir punda og er það byrjað að taka á sig mynd eins og áður sagði eins og sjá má hér fyrir neðan.
