

Malcolm, sóknarmaður Bordeaux í Frakklandi viðurkennir að hann hafi verið mjög spenntur að fara til Englands í janúar.
Leikmaðurinn var sterklega orðaður við Arsenal og Tottenham í janúarglugganum en franska félagið vildi fá 45 milljónir punda fyrir hann.
Ekkert lið var tilbúið að borga svona hátt verð fyrir leikmanninn og því endaði hann á því að vera áfram í Frakklandi.
„Ég vil halda áfram að bæta mig sem knattspyrnumaður,“ sagði Malcolm.
„Ég vildi fara til Englands og forsetinn vissi það en hann sagði mér að Bordeaux þyrfti á mér að halda.“
„Ég mun því leggja mig 100% fram fyrir Bordeaux á seinni hluta tímabilsins en vonandi fæ ég að fara til Englands eftir leiktíðina,“ sagði hann að lokum.