

Justin Kluivert leikmaður Ajax segist ekkert hafa rætt við Jose Mourinho stjóra Manchester United.
Hollenskir fjölmiðlar sögðu um helgina að United væri ekki svo langt frá því að krækja í þetta ungstirni.
Kluivert hefur vakið verðskuldaða athygli með Ajax en hann er öflugur sóknarmaður.
,,Ég hef heyrt þessar sögur um að ég hafi verið að ræða við Mourinho, þær eru ekki réttar,“ sagði Kluivert.
,,Á þessu augnabliki væri ekki rétt skref fyrir mig að fara til Manchester United.“