

Harry Kane framherji Tottenham hefur skorað 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Hann er næst fljótasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdseildarinnar til að gera slíkt.
Kane þurfti 141 leik í deildinni til að gera slíkt en Alan Shearer þurfti aðeins 124 leiki.
Kane skoraði mark númer 100 í ótrúlegu 2-2 jafntefli gegn Liverpool en hann jafnaði þá leikinn í uppbótartíma.
Kane hafði klikkað á spyrnu fyrr í leiknum en fékk annað tækifæri. Virgil van Dijk braut þá á Erik Lamela, umdeild vítaspyrna sem línuvörðurinn dæmdi.
,,Mig dreymdi um að spila fyrir Spurs frá því að ég var krakki,“ sagði Kane.
,,Lengi vel lokaði ég augunum og ímyndaði mér sjálfan mig skora gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, það gekk upp.“
,,Núna loka ég augunum og ímynda mér það að ég sé að lyfta bikarnum fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni. Ég myndi skipta á titlinum fyrir næstu 100 mörk“