

Alejandro Garnacho segist ekki sjá eftir því að hafa skipt frá Manchester United til Chelsea og var jafn harður þegar hann var spurður hvort honum hefði sárnað hvernig dvölinni á Old Trafford lauk.
Svarið var einfalt. „Nei.“
Garnacho sagði í viðtali. „Stundum þarf maður að breyta til í lífinu, taka skref fram á við eða bæta sig sem leikmaður. Ég tel að tímapunkturinn hafi verið réttur og félagið líka. Þetta var auðveld ákvörðun. Ég kom hingað til að spila minn fótbolta og sýna fólki hvaða leikmaður ég er.“
Vongóði kantmaðurinn fór til Chelsea fyrir 40 milljónir punda í lok gluggans eftir að Ruben Amorim hafði sett hann í svokallað “bomb squad“ hjá Manchester United.
Þar með var hann utan allra áætlana hjá Portúgalanum, sem ýtti enn frekar undir ákvörðun Garnacho um að hefja nýtt ævintýri í London.
🚨🚨🎥 Alejandro Garnacho asked if he has any regrets about the way things ended at Manchester United:
“No.” #MUFC [@BeanymanSports] pic.twitter.com/gVcsFJsqJr
— mufcmpb (@mufcMPB) December 8, 2025