
Liverpool er til í að sleppa Ibrahima Konate ódýrt í janúar ef marka má frétt Football Insider.
Konate verður samningslaus á Anfield næsta sumar og getur farið frítt þá. Félagið vill heldur fá einhvern pening fyrir hann í janúar.
Fyrir ekki svo löngu var miðvörðurinn sterklega orðaður við Real Madrid, sem er þekkt fyrir að lokka leikmenn til sín frítt.
Eftir daprar frammistöður undanfarið hefur áhugi stærstu liða Evrópu hins vegar dalað verulega.
Liverpool er nú sagt til í að selja Konate ef tilboð upp á 15 milljónir punda eða meira býðst félaginu.