
Manchester United er sagt leiða kapphlaupið um undirskrift varnarmannsins Nico Schlotterbeck hjá Borussia Dortmund. Hugsanlegt er að leikmaður yrði sendur í hina áttina.
United hafa styrkt liðið sitt vel frá komu Ruben Amorim fyrir rúmu ári síðan. Bryan Mbeumo, Matheus Cunha, Senne Lammens og Benjamin Sesko komu allir í sumar og hefur gengið batnað að miklu leyti.
Það á að styrkja vörn og miðju næsta sumar og er Schlotterbeck ofarlega á óskalistanum. Líklegt er að hann fari frá Dortmund næsta sumar þar sem samningur hans rennur út 2027 og vill hann ekki framlengja.
Fleiri félög hafa þó áhuga, þar á meðal Bayern Munchen. Talið er að United skoði hins vegar að bjóða Kobbie Mainoo til Dortmund á móti.