fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Soffía syngur sveitasöngva

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 13:11

Soffía Björg Óðinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun laugardag troða söngkonan Soffía Björg Óðinsdóttir og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari upp á tónleikaröðinni Dægurflugur í hádeginu á Borgarbókasafninu. Flutt verða þekktir slagarar og lög úr smiðju Neil Young, Emilíönu Torrini, Sinead O’Connor, Leonard Cohen, John Prine og annarra stórstjarna sem höfðu mikil áhrif á Soffíu í upphafi söngferils hennar.
Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif. Borgarbúum gefst þar tækifæri til að njóta góðrar tónlistar í flutningi margra okkar helstu tónlistarflytjenda og spjalla við þá að tónleikum loknum. Tónleikarnir verða að þessu sinni helgaðir sveitasöngvum.
Tónleikarnir fara fram á Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 15. nóvember kl. 13:15-14:00
Frítt er inn á tónleikana. Öll hjartanlega velkomin.

Fjölhæft tónlistarfólk

Soffía Björg, sem er sveitastúlka úr Borgarfirðinum, ber marga hatta en hún starfar sem tónlistarkona, laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngkona. Hún stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík, FÍH og Listaháskóla Íslands og hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi, komið fram með eigin hljómsveitum og annarra og tekið að sér fjölbreytt verkefni, jafnt sem tónsmiður og flytjandi.
Leifur er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og kontrabassaleikari að mennt. Auk þess að hafa verið virkur í hljómsveitastarfi hefur Leifur skrifað og flutt eigin tónlist innan lands sem utan, gert margmiðlunarverkefni tengd tónlist og spuna, unnið að hljóðupptökum og nótnabókaútgáfu, svo fátt eitt sé nefnt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli