

Liverpool er sagt hafa augastað á þýska kantmanninum Serge Gnabry hjá Bayern München, þar sem samningur hans rennur út næsta sumar.
Hinn 30 ára Gnabry er á síðasta ári samnings síns við þýska stórliðið og má ræða við erlenda klúbba eftir rúman mánuð.
Samkvæmt fréttum frá þýska blaðamanninum Christian Falk hafa bæði Liverpool og Juventus sýnt mikinn áhuga á að fá leikmanninn á frjálsri sölu næsta sumar.
Gnabry hefur byrjað sjö leiki í Bundeslíguni á tímabilinu og komið tvisvar inn af bekknum fyrir lið Vincent Kompany, þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú. Hann hefur einnig skorað tvívegis fyrir þýska landsliðið á árinu.
Bayern er enn í viðræðum við leikmanninn um nýjan samning, en samkvæmt heimildum þarf hann að sætta sig við lægra launatilboð ef til framlengingar kemur, þar sem núverandi samningur hans er afar veglegur.