

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir óspektir á almannafæri í Singapore. Ákæruna má rekja til atviks sem átti sér stað á frumsýningu kvikmyndarinnar Wicked: For Good en maðurinn stökk þar yfir öryggishlið til að grípa í eina aðalleikkonu kvikmyndarinnar, Ariönu Grande.
Umræddur maður er Ástralinn Johnson Wen. Hann braut sér leið fram hjá ljósmyndurum og stökk á leikkonuna. Mótleikari Grande, leikkona Cynthia Erivo, kom vinkonu sinni til bjargar.
Atvikið þykir töluvert hneyksli þar sem öryggisráðstöfunum hafi klárlega verið ábótavant.
Johnson Wen kallar sjálfan sig hataðasta tröllið og hefur áður valdið uppþoti á stórum viðburðum. Hann stökk upp á svið þegar Katy Perry spilaði í Sydney í júní á þessu ári og gerði það sama með hljómsveitinni The Chainsmokers í desember.
Aðdáendur leikkonunnar í Singapore kalla eftir því að Wen verði vísað úr landi. Hann elski greinilega að baða sig í neikvæðri athygli og muni ekki hætta fyrr en hann er stöðvaður með valdi.
Cynthia Erivo protected Ariana Grande from a crazy person who jumped the barricade during the ‘WICKED: FOR GOOD’ premiere in Singapore. pic.twitter.com/W3lYuhVKhk
— Film Crave (@_filmcrave) November 13, 2025