fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 14:00

Sverrir Einar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot í rekstri fjögurra fyrirtækja sinna. Ákæruna má rekja til lögregluaðgerðar gegn fyrirtækjum Sverris þann 26. apríl árið 2024, en hann segir þær aðgerðir hafa verið ólöglegar. Hefur hann kært lögregluna og Skattinn til Héraðssaksóknara vegna aðgerðanna.

Sverrir er í fyrsta lagi ákærður fyrir brot í rekstri Þaks, byggingarfélags ehf, fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir hluta rekstrarársins 2021, fyrir allt árið 2022 og tvo fyrstu mánuði ársins 2023. Nema meint vanskil samtals 6.750.054 kr.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í rekstri félagsins fyrir allt árið 2022 og helming ársins 2023. Nema vanskilin tæplega 10 milljónum króna.

B5 kemur við sögu

Sverrir er ennfremur sakaður um að hafa ekki staðið skil á greiðslum opinberra gjalda í rekstri félagsins B Reykjavík ehf, sem rak hinn vinsæla skemmtistað B5 í Bankastræti. Ná vanskilin yfir síðari hluta ársins 2023 og fyrstu tvo mánuði ársins 2024.

Þriðja félagið sem kemur við sögu í ákærunni er einkahlutafélagið SEBX sem rak skemmtistaðinn EXIT.  Sverrir Einar er þar sakaður um vanskil á virðisaukaskatti fyrir fyrri hluta ársins 2024 og nema meint vanskil rúmlega 10 milljónum króna.

Einnig er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir tímabilið apríl-júlí fyrir árið 2024, sem nemur tæplega 5,8 milljónum.

Þrjú félög afskráð, eitt í rekstri

Síðasti ákæruliðurinn varðar félagið SG8 ehf, en það er eina félagið af þessum fjórum sem ekki er afskráð. Er hann þar sakaður um vanskil á virðisaukaskatti fyrir tímabilið mars-júní 2024, samtals rúmlega 3,3 milljónir króna. Einnig er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á greiðslum opinberra gjalda í rekstri félagsins fyrir tímabilið júní-október árið 2024, samtals tæplega 9 milljónir króna.

Málið gegn Sverri verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. nóvember.

„Ekki afleiðing af minni háttsemi“

„Ákæran sem nú liggur fyrir er ekki afleiðing af minni háttsemi,“ segir Sverrir í svari við fyrirspurn DV um málið. Hann hefur sent kæru til Héraðssaksóknara þar sem hann óskar eftir rannsókn á aðgerðum Skattsins og Lögreglunnar hinn 26. apríl 2024. Hann telur að aðgerðin hafi verið framkvæmd án lagastoðar og þvert á skýrar lagakröfur um ítrekun og ákvörðunargögn.

Sverrir segir að hann hafi orðið fyrir „ítrekuðu og langvarandi áreiti af hálfu lögreglu frá ágúst 2023 til nóvember 2024“ og að áreitinu hafi lokið eftir fund hans og lögmanns hans með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra. „Ég kann Höllu bestu þakkir fyrir að hafa tekið í taumana og stöðvað eineltið,“ segir Sverrir.

Hann segir að ákæran sem nú liggur fyrir sé ekki afleiðing af hans eigin gjörðum, heldur af langri röð mistaka, áreitisaðgerða og ólögmætrar málsmeðferðar sem loks endaði í apríl 2024. Hann segist óska eftir hlutlausri og faglegri rannsókn á aðgerðunum.

Sverrir Einar hefur einnig birt pistil um málið á Faceook-síðu sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Í gær

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Í gær

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Í gær

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni