

„Þeir elska mömmu sína, alveg klárt. Þeir hafa alltaf elskað hana og munu alltaf elska hana,“ segir hann í samtali við E! Online.
Federline segist hafa skrifað bókina til þess að opna á samtal milli þeirra allra, ekki skaða samband þeirra eins og margir halda.
„Ég sé ljós við enda ganganna, en þetta verður erfitt og mun taka tíma,“ segir hann um samband drengjanna við móður sína.
Í bókinni lýsir Federline sambandi sínu við söngkonuna, forsjárdeilum þeirra og ógnvekjandi framkomu hennar í garð barnanna.
Sjá einnig: Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Britney Spears hefur hafnað ásökunum Federline og sakað hann um lygar.
Drengirnir hafa kosið líf utan sviðsljóssins og eru ekki virkir á samfélagsmiðlum.