fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Pressan
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til þess að hinn 44 ára Stephen Bryant verði leiddur fyrir aftökusveit í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum á föstudag og skotinn til bana. Bryant var dæmdur til dauða fyrir morðhrinu árið 2004 þegar hann drap þrjá einstaklinga á nokkurra daga tímabili.

Dómur í málinu féll árið 2008 og var hann dæmdur til dauða fyrir morðið á hinum 52 ára gamla William „TJ“ Tietjen þann 7. október 2004.

Bryant pyntaði TJ á heimili hans og skildi eftir sig skilaboðin Catch me if you can, rituð í blóði fórnarlambsins. Tveimur dögum síðar drap hann 34 ára karlmann, David Odom og þann 11. október drap hann föður Davids, James Odom.

Bryant þekkti fórnarlömb sín lauslega í gegnum fíkniefnaviðskipti. Hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á TJ en fyrir morðin á Odom-feðgunum fékk hann lífstíðardóm.

Verjendur Bryants hafa árum saman reynt að fá dauðadómnum breytt í lífstíðarfangelsi, en án árangurs. Nú síðast á mánudag hafnaði Hæstiréttur Suður-Karólínu beiðni þeirra um að fresta aftökunni og verður hann að óbreyttu leiddur fyrir aftökusveit klukkan 18 að staðartíma næstkomandi föstudag í Columbia-fangelsinu.

Verjendur hans hafa reynt að færa rök fyrir því að dómari í málinu á sínum tíma hafi ekki fengið nægjanlegar upplýsingar í hendurnar sem vörðuðu skelfilega æsku Bryants. Hann hafi orðið fyrir miklum heilaskaða í móðurkviði vegna mikillar neyslu móður hans á áfengi og fíkniefnum þegar hún gekk með hann.

Halda verjendur hans því fram að Bryant væri með það sem kallast áfengisheilkenni fósturs (e. Fetal Alcohol Spectrum Disorder) sem getur síðar meir lýst sér í mikilli skerðingu á dómgreind og aukinni áhættusækni, hvatvísi og árásarhneigð.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á mánudag að upplýsingar um þetta hefðu ekki breytt niðurstöðu dómsins á sínum tíma. Bryant hefði fengið dauðadóm þar sem hann hafi ekki verið ósakhæfur á verknaðarstund og raunar skipulagt ódæðisverk sín vandlega.

Eina von Bryants er að ríkisstjóri Suður-Karólínu grípi inn í, en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum þykir það afar ólíklegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag