

Breska blaðið The Sun afhjúpaði lygar Brittany í síðustu viku og sendi hún frá sér afsökunarbeiðni á mánudag þar sem hún gekkst við því að hafa logið.
Það var árið 2017 – áður en hún sló í gegn sem áhrifavaldur – að hún sagði vinkonu sinni „eina heimskulega setningu“ þess efnis að hún hefði greinst með krabbamein.
Í yfirlýsingu sem hún birti á TikTok-síðu sinni segist hún hafa gert þetta til að „halda fólkinu í lífi sínu nálægt sér“ og hún hafi glímt við andlega erfiðleika á þessum tíma.
Orðrómur um lygar Brittany hefur lengi verið á kreiki og í frétt NBC News kemur fram að þær hafi náð hámarki árið 2023 þar sem mikið var fjallað um þær á TikTok og Reddit. Hún kaus hins vegar að svara þeim ekki en neyddist til að gera það eftir umfjöllun The Sun í síðustu viku.
Brittany neitar því staðfastlega að markmiðið hafi verið að græða einhvern pening. Í eitt skiptið hafi söfnun verið hrundið af stað fyrir hana en hún hafi ekki þegið neinn pening úr henni.
Brittany, sem er með 3,5 milljónir fylgjenda á TikTok, segir að hún hafi lært af mistökum sínum og hyggst hér eftir nota reikninginn til að ræða geðheilsu.
@brittanyhmiller♬ original sound – Brittany