fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Pressan
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harold Wayne Nichols, fangi á dauðadeild í Tennessee, hefur tvær vikur til að ákveða hvort hann verður tekinn af lífi með banvænni sprautu eða sendur í rafmagnsstólinn.

Harold var dæmdur til dauða árið 1990 fyrir nauðgun og morð á hinni 21 árs gömlu Karen Pulley árið 1988. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot.

Föngum í Tennessee sem dæmdir voru til dauða fyrir árið 1999 stendur til boða að velja hvort þeir verði teknir af lífi með banvænni sprautu eða í rafmagnsstól.

Upphaflega stóð til að taka Harold af lífi árið 2020, en aftökunni var frestað vegna Covid-faraldursins. Á þeim tíma hafði hann þegar valið rafmagnsstólinn.

Í frétt AP kemur fram að Harold hafi ekki tilkynnt ákvörðun áður en frestur rann út, og því sé gert ráð fyrir að hann verði tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu. Hann hefur þó enn tvær vikur til að breyta þeirri niðurstöðu og velja rafmagnsstólinn.

Til stendur að taka hann af lífi þann 11. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið