fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Styttist óðum í endurkomu Paul Pogba

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba er við það að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meira en tveggja ára fjarveru, en nýr þjálfari hans hjá Monaco vill ekki kynda undir of miklar væntingar.

Fyrrum miðjumaður Manchester United og Juventus, sem nú er 32 ára, fékk fjögurra ára bann í september 2023 eftir að hafa brotið gegn lyfjareglum. Bannið var síðar stytt í 18 mánuði eftir áfrýjun. Pogba lýsti á sínum tíma tímabilinu sem „helvíti“ og Juventus rifti þá samningi hans sem tryggði honum 200 þúsund pund á viku.

Eftir að bannið var stytt gerði Pogba dramatíska endurkomu í júní síðastliðnum þegar hann samdi við AS Monaco til tveggja ára. Hann var fenginn til félagsins af Adi Hütter, sem var þó rekinn fyrr í þessum mánuði og Sebastien Pocognoli tók við.

Pocognoli, sem hefur það verkefni að rétta við gengi liðsins í deild og Meistaradeild, staðfesti að Pogba væri nálægt því að vera leikfær.

„Paul er að vinna mjög vel og nálgast form sitt,“ sagði hann.

„Við viljum ekki setja of mikla pressu á hann, en hann mun brátt vera tilbúinn að hjálpa liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt