

Paul Pogba er við það að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meira en tveggja ára fjarveru, en nýr þjálfari hans hjá Monaco vill ekki kynda undir of miklar væntingar.
Fyrrum miðjumaður Manchester United og Juventus, sem nú er 32 ára, fékk fjögurra ára bann í september 2023 eftir að hafa brotið gegn lyfjareglum. Bannið var síðar stytt í 18 mánuði eftir áfrýjun. Pogba lýsti á sínum tíma tímabilinu sem „helvíti“ og Juventus rifti þá samningi hans sem tryggði honum 200 þúsund pund á viku.
Eftir að bannið var stytt gerði Pogba dramatíska endurkomu í júní síðastliðnum þegar hann samdi við AS Monaco til tveggja ára. Hann var fenginn til félagsins af Adi Hütter, sem var þó rekinn fyrr í þessum mánuði og Sebastien Pocognoli tók við.
Pocognoli, sem hefur það verkefni að rétta við gengi liðsins í deild og Meistaradeild, staðfesti að Pogba væri nálægt því að vera leikfær.
„Paul er að vinna mjög vel og nálgast form sitt,“ sagði hann.
„Við viljum ekki setja of mikla pressu á hann, en hann mun brátt vera tilbúinn að hjálpa liðinu.“