

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.
Konan er 39 ára og kærasti hennar er 45 ára. „Við höfum verið saman í tvö ár og hann var í fyrstu svo góður og með mikla tilfinningagreind,“ segir hún.
„Hann missti eiginkonu sína úr krabbameini fyrir fimm árum og mér fannst aðdáunarvert hversu heiðarlegur hann var um sorg sína. En síðan við fluttum inn saman fyrir hálfu ári þá hefur allt breyst og mér líður eins og hann sé að reyna að láta mig koma í hennar stað.“
Hún útskýrir nánar.
„Þetta byrjaði mjög lúmskt, hann byrjaði að segja eitthvað um hárið mitt eða fötin. Síðan byrjaði hann að kaupa föt á mig sem ég myndi sjálf aldrei velja; flæðandi kjóla og opnar peysur.
Ég áttaði mig á þessu þegar ég fann gamalt myndaalbúm og á flestum myndunum var hún klædd í þessum stíl. Mér fannst þetta mjög óþægilegt. Hann stakk meira að segja upp á því að ég myndi fá sömu hárgreiðslu og hún var með, því það myndi „fara mér mjög vel.“
Hann setur út á það sem ég borða, segir að hún hafi verið „náttúrulega grönn“ og að mér myndi líða betur ef ég myndi „missan okkur kíló.“
Fyrst hélt ég að þetta væri bara óvart, en ég sé það núna að hann er að reyna að stjórna mér. Ef ég segi honum hvernig þetta lætur mér líða segir hann að ég sé dramatísk eða afbrýðisöm.
Hann er byrjaður að skilja eftir myndir af henni hér og þar og ber okkur saman reglulega. Mér finnst eins og ég sé að hverfa. Ég skil vel að hann sakni hennar en ég get ekki lifað lífi mínu í hennar skugga.“
„Það er mjög truflandi þegar einhver reynir að breyta manni og hvað þá á þennan hátt. Hann virðist ekki vera búinn að vinna úr sorg sinni, en það réttlætir ekki hegðun hans.
Það sem þú ert að lýsa er tilfinningaleg stjórnun og þú átt skilið að vera elskuð fyrir þá manneskju sem þú ert, ekki að hann sé sífellt að bera þig saman við einhverja aðra.
Vertu skýr við hann og segðu honum að sambandið geti ekki haldið áfram nema hann viðurkenni og virði mörk þín.“