fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“

Pressan
Miðvikudaginn 17. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævilangur aðdáandi fótboltaliðsins Tennessee Volunteers var grunlaus um að viðbrögð hans yfir leik liðsins vöktu mikla kátínu meðal áhorfenda, og jafnframt vinnuveitenda hans, sem héldu að hann væri veikur.

Jeff Comeaux sýndi sannkallaðan tilfinningarússíbana í leik liðs hans gegn Georgia Bulldogs á laugardag. Comeaux telst seint vera með gott pókerandlit og skarpskyggn stjórnandi myndavélar vallarins tók eftir viðbrögðum hans.

Síðustu mínúturnar í leiknum, þegar staðan var jöfn, hélt myndavélin áfram að beina athyglinni Comeaux, sem var grunlaus um að allur völlurinn væri að hlæja að viðbrögðum hans.

Hann áttaði sig ekki á því fyrr en eftir leikinn, þegar hann kíkti í símann sinn og sá fleiri en 200 skilaboð frá vinum og kunningjum sem höfðu fylgst með honum á vallarskjánum meðan á leiknum stóð.

Þegar Comeaux var að fara af vellinum benti fólk meira að segja á hann og hrópaði: „Þetta er gaurinn!“ Því miður var vinnuveitandi hans á meðal þeirra sem sáu myndböndin af Comeaux.
„Til að ég kæmist á leikinn þá hringdi ég mig inn veikan. Og ég fékk Coldplay-meðferðina,“ sagði Comeaux við WBIR.

Skjáskot af Comeaux dreifðust fljótt á netinu, sumar þeirra breyttar, til dæmis af honum í treyju Georgia liðsins. Á annarri mátti sjá hann stara fram fyrir sig, greinilega uppgefinn, með myndatexta eins og „Þegar þjónninn hjá Rauða humarnum segir að þú getir ekki fengið fleiri kexkökur.“

„Allir sögðu við mig: ,Gaur, þú ert sál mín, þú ert andadýrið mitt.‘ Og ég hef fengið jafn margar athugasemdir frá Georgíu-aðdáendum og ég hef fengið frá Tennessee-aðdáendum,“ sagði Comeaux.

Eini stóri leikurinn sem hann hefur misst af í 12 ár var þegar Vols sigruðu Florida Gators, sem voru í öðru sæti, í framlengingu árið 1998.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“