Manchester City gæti þurft að selja fimm aðalliðsleikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.
Þetta kemur fram í frétt Mirror en þeir taka fram að það sé til að standast fjárhagsreglur UEFA fyrir komandi tímabil.
City þarf ekki að selja til að standast reglurnar í ensku úrvalsdeildinni en reglurnar hjá UEFA eru ekki þær sömu.
Mirror segir að það sé nóg fyrir City að selja einn uppalinn leikmann til að standast reglurnar heima fyrir en að fimm leikmenn þurfi mögulega að kveðja til að standast reglur UEFA.
City er að vinna í því að selja nokkra leikmenn en nefna má Jack Grealish, Kalvin Phillips og Stefan Ortega.
Hópur City er risastór í dag og eru leikmennirnir um 32 sem er alls ekki það sem Pep Guardiola, stjóri liðsins, vill vinna með.