fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Arnar Þór Viðarsson eru bæði í felum nú þegar fjölmiðlar leita útskýringa á skyndilegu brotthvarfi Eiðs Smára Guðjohnsen úr starfi landsliðsþjálfara.

Eiður Smári og KSÍ náðu samkomulagi um starfslok hans á þriðjudag. Fram hefur komið í öllum fjölmiðlum landsins að endalok Eiðs Smára í starfi tengist gleðskap eftir landsleik Íslands og Norður-Makedóníu fyrir tæpum tveimur vikum.

Liðið hafði þá lokið leik í undankeppni HM þar sem mikið hafði gengið á. „Menn fengu sér þarna einn tvo bjóra eftir leikinn en annað var það ekki. Flestir fengu sér bara einn til tvö bjóra og fóru svo bara að sofa,“ sagði Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar hjá Knattspyrnusambandi Íslands sem er sá eini hjá sambandinu sem svarar í síma.

Vanda hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir það að svara ekki í símann. Hefur hún forðast það alla vikuna að ræða málið, 433.is hefur frá því á mánudag reynt að ræða málið við Vöndu en það án árangurs.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur einnig sleppt því að svara í símann. Í stuttu svari við fyrirspurn okkar í gær vísaði Arnar á Ómar Smárason.

Fram hefur komið að Arnar Þór var á því máli að Eiður Smári þyrfti frá að hverfa en Morgunblaðið sagði frá því að Vanda vildi halda Eiði Smára í starfi.

Mynd/Eyþór Árnason

Vanda í vinnu en vildi ekki ræða málið:

Vanda var í vinnu í gær en Ryotaro Suzuki, sendiherra Japan, birti mynd af sér með formanninum í gær. Suzuki var í heimsókn hjá KSÍ á þeim degi þar sem allir vildu fá svör um endalok Eiðs Smára.

Ljóst er að málið er erfitt fyrir sambandið og þá sérstaklega Arnar Þór en hann og Eiður hafi í mörg ár verið afar nánir vinir. Hafa þeir gengið í gegnum ýmislegt saman bæði sem leikmenn og nú sem þjálfarar U21 árs landsliðsins og A-landsliðsins.

Arnar og Eiður áttu mörg góð augnablik á vellinum en einnig á hliðarlínunni, þannig komu þeir U21 árs landsliðinu á lokamót EM áður en þeir tóku við A-landsliðinu.

Hjá A-landsliðinu beið þeirra spennandi verkefni sem breyttist í afar erfitt verkefni þegar öll erfiðu málin í kringum leikmenn A-landsliðsins fóru að dynja á Knattspyrnusambandið. Stóðu þeir með vindinn í fangið á meðan formenn og stjórnir hafa forðast málin eins og heitan eldinn.

Ekkert hefur komið fram um annað en að Arnar Þór haldi áfram í starfi en hægt er að segja upp samningi hans frá 1 til 15 desember. Sama ákvæði var í samningi Eiðs og var ákveðið að nýta það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir