Stuðningsmenn Arsenal eru sturlaðir af reiði eftir að það kom í ljós að félagið gat fengið Ollie Watkins framherja Aston Villa undir lok gluggans.
David Ornstein blaðamaður frá Athletic uppljóstrar því að Arsenal hefði getað fengið Watkins á 60 milljónir punda.
Arsenal gerði tilboð í Watkins en vildi ekki borga meira en 40 milljónir punda. Þetta vekur reiði stuðningsmanna Arsenal en öllum er ljóst að liðinu vantaði sóknarmann.
„Aston Villa gaf Arsenal tækifæri til að kaupa hann en þá var verðmiðinn 60 milljónir punda,“ segir Ornstein.
„Arsenal var ekki tilbúið í það fyrir 29 ára gamla framherjann. Arsenal vildi borga 40 milljónir pundad, Villa var ekki að grínast með verðmiðann. Villa setti þennan verðmiða til að allt kæmist í gegnum PSR og að félagið myndi ekki tapa á þessu.“
Af umræðunni á samfélagsmiðlum má greina að stuðningsmenn Arsenal eru brjálaðir út í forráðamenn Arsenal að hafa ekki klárað kaupin og borgað uppsett verð.