Nýliðar Ipswich í ensku úrvalsdeildinni eru á höttunum á eftir Kalvin Phillips miðjumanni Manchester City.
Ipswich vill kaupa Phillips sem hefur upplifað tvö mjög erfið ár.
Hann var lánaður til West Ham í janúar en fann sig ekki þar og spilaði sig út úr enska landsliðinu.
City er tilbúið að selja Phillips sem kostaði 50 milljónir punda þegar hann kom frá Leeds.
Galatasaray er einnig á höttunum á eftir Phillips og er talið að fleiri lið vilji fá enska miðjumanninn.