Hákon Rafn Valdimarsson er að ganga í raðir Brentford í ensku úrvalsdeildinni en félagið greiðir um 500 milljónir króna fyrir þennan öfluga markvörð frá Elfsborg í Svíþjóð.
Hákon Rafn hefur komið sterkur inn í íslenska landsliðið undanfarna mánuði en Aston Villa, FCK, Gent og Anderlecht höfðu öll áhuga á að kaupa hann.
Nafn Brentford hafði ekki komið upp en félagið gekk hratt til verks og samdi um kaupverðið við sænska félagið.
Hákon Rafn verður nítjándi Íslendingurinn sem spilað hefur í deild þeirra bestu á Englandi, fái hann tækifæri í deildinni. Deildin var stofnuð árið 1992 og var Þorvaldur Örlygsson sá fyrsti í röðinni.
Hákon getur orðið annar íslenski markvörðurinn til að spila í deildinni en Rúnar Alex Rúnarsson á einn leik fyrir Arsenal. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en fékk aldrei tækifæri í deildinni.
Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley hefur verið einni íslenski leikmaðurinn í deildinni síðustu þrjú árin en Rúnar Alex hefur verið lánaður frá Arsenal þrjú tímabil í röð.
Hermann Hreiðarsson lék 332 leiki í deildinni og er leikjahæsti Íslendingurinn, Gylfi kemur næstur í röðinni og er með 318 leik í deild þeirra bestu. Gylfi hefði vafalítið bætt metið hjá Hermanni hefði ekki komið til rannsóknar löreglunnar í Manchester sem tók tvö ár áður en það var fellt niður.
Eiður Smári Guðjohnsen er eini Íslendingurinn til að vinna þessa bestu og sterkustu deildarkeppni í heimi.
Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni:
Guðni Bergsson – Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers – 1992–93, 1995–96, 1997–98, 2001–03
Eiður Smári Guðjohnsen – Chelsea, Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham – 2000–06, 2009–11
Jóhannes Karl Guðjónsson – Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Burnley – 2002–04, 2009–10
Þórður Guðjónsson – Derby County – 2000–01
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 2016–
Jóhann Birnir Guðmundsson – Watford – 1999–2000
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff City – 2013–14, 2018–19
Brynjar BjörnGunnarsson – Reading – 2006–08
Arnar Gunnlaugsson – Bolton Wanderers, Leicester City – 1997–2002
Heiðar Helguson – Watford, Fulham, Bolton Wanderers, Queens Park Rangers – 1999–2000, 2005–09, 2011–12
Hermann Hreiðarsson – Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth – 1997–98, 1999–2002, 2003–10
Ívar Ingimarsson – Reading – 2006–08
Eggert Gunnþór Jónsson – Wolverhampton Wanderers – 2011–12
Þorvaldur Örlygsson – Nottingham Forest – 1992–93
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 2020–
Gylfi Sigurðsson – Swansea City, Tottenham Hotspur, Everton – 2011–2021
Lárus Sigurðsson – West Bromwich Albion – 2002–03
Grétar Steinsson – Bolton Wanderers – 2007–12