Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur gagnrýnt Mikel Arteta fyrir hegðun sína á hliðarlínunni.
Arteta er oft líflegur á hliðarlínunni og sást hoppandi og skoppandi í gær er lið hans gerði 2-2 jafntefli við Tottenham.
Neville vill meina að Arteta sé að skemma fyrir með þessari hegðun og að hann þurfi að vera svalari á meðan leik stendur.
Um var að ræða grannaslag sem var ansi spennandi og er ekki skrítið að Arteta hafi verið ansi æstur í viðureigninni.
,,Ég vil sjá ákveðið æðruleysi frá Arsenal en það er erfitt því stjórinn er hoppandi á hliðarlínunni eins og brjálæðingur,“ sagði Neville.
,,Ég vil sjá ástríðu en líka æðruleysi og yfirvegun, þetta er andstæðan við það. Ég vil sjá þetta á réttum tímum á réttum augnablikum.“