James Ward-Prowse hefur gefið í skyn að hann hafi átt skilið sæti í enska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, taldi sig ekki hafa not fyrir miðjumanninn sem var ekki valinn.
Englendingurinn hefur spilað vel með West Ham á tímabilinu hingað til og bjóst við að fá kallið.
,,Já það var gríðarlega svekkjandi að heyra fréttirnar,“ sagði Ward-Prowse í samtali við TNT Sports.
,,Ég hef margoft sagt að þú getur bara stjórnað ákveðnum hlutum sem leikmaður og það er að spila eins vel og þú telur þurfa til að fá sæti í landsliðinu.“
,,Það er mikilvægt að spila reglulega og ég er að gera bæði þessa stundina. Ég er á góðum stað en hlutirnir falla ekki fyrir mér.“