Mason Mount vildi ekki framlengja samning sinn við Chelsea og var seldur til Manchester United, eitthvað sem fór illa í stuðningsmenn Chelsea.
Mount hafði alist upp hjá félaginu en var ósáttur með þau tilboð sem félagið setti á borð hans.
United reif fram 60 milljónir punda til að krækja í Mount sem hefur ekki farið af stað með neinum látum á Old Trafford.
Stuðningsmenn Chelsea eru ósáttir og sungu um enska miðjumanninn þegar liðið vann sigur á Fulham í gær.
Þeir saka Mount um að hafa verið að eltast við peninga en það sé ljóst að hann vinni enga titla hjá Manchester United.
Sönginn má heyra hér að neðan.
Chelsea fans singing about Mason Mount, who is a #mufc player, while their side faces local rivals Fulham… 😂pic.twitter.com/Yw35OBVbkD
— UtdDistrict (@UtdDistrict) October 2, 2023