Jude Bellingham mun þéna 250 þúsund pund á viku hjá Real Madrid og verður langt frá launahæstu leikmönnum liðsins. Spænskir miðlar segja frá.
Hinn mjög svo virti Fabrizio Romano greinir frá því að Jude Bellingham sé svo gott sem orðinn leikmaður Real Madrid. Sögunni um framtíð piltsins er því að ljúka.
Fyrir nokkru síðan hætti Liverpool við að reyna að kaupa Bellingham en hann var einnig orðaður við Manchester liðin bæði.
Romano segir frá því að viðræður séu á lokastigi milli Real Madrid og Dortmund, þá er Bellingham sjálfur búinn að semja um kaup og kjör.
Talið var að val hans væri á milli Real Madrid og City en hann hefur ákveðið að halda til Spánar.