Stefan Postma, fyrrum markvörður Aston Villa, vildi yfirgefa England eftir að kynlífsmyndband af honum kom í ljós.
Daily Star rifjar sögu Postma upp, en hann er fyrrum hollenskur markvörður.
Árið 2005 var Postma að hugsa sér til hreyfings í annað lið í ensku úrvalsdeildinni þegar kynlíf hans varð skyndilega á allra vörum.
Þannig var mál með vexti að fyrrverandi kærasta hans hafði reynt að selja kynlífsmyndband með Postma á Ebay. Kappinn reyndi að koma í veg fyrir að það færi í dreifingu með því að kaupa það sjálfur.
Það gekk hins vegar ekki upp og brátt var myndbandið komið á netið.
Myndbandið sýndi konu stunda kynlífsathafnir með Postma þar sem hún notaðist við gervilim.
„Þetta myndi aldrei gerast í Hollandi en það er öðruvísi í Englandi,“ sagði umboðsmðaur Postma á sínum tíma.
„Stefan átti kærustu sem var ekki æskieg en þessu er öllu lokið núna.“
Postma fór síðar til Wolves áður en hann hélt aftur til heimalandsins.