fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
433Sport

Halda því fram að Chelsea hafi lagt fram fyrsta tilboð í Ronaldo

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 09:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má vef Football Insider hefur Chelsea lagt fram 14 milljóna punda tilboð í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United.

Ronaldo vill komast frá Man Utd og spila fyrir lið sem mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enskir miðlar halda því fram í dag að Man Utd sé búið að sætta sig við það að Ronaldo sé að fara.

Ronaldo sneri aftur til Man Utd í fyrra, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.

Sjálfur átti Portúgalinn fínasta tímabil en liðið olli hins vegar vonbrigðum og hafnaði í sjötta sæti.

Ronaldo hefur ekki mætt til æfinga eftir sumarfrí og er ólíklegt að hann fari með Man Utd í æfingaferð. Haldið verður utan á föstudag.

Man Utd hefur hingað til haldið því fram að Ronaldo sé ekki til sölu. Nú áttar félagið sig hins vegar á því að leikmaðurinn hefur tekið ákvörðun og honum verði ekki haggað.

Auk Chelsea eru Bayern Munchen og Napoli einnig sögð áhugasöm um Ronaldo. Öll félögin leika í Meistaradeildinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

City festir kaup á vinstri bakverði

City festir kaup á vinstri bakverði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnungir boltasækjar séu settir í ómögulega stöðu – Hótanir um barsmíðar – „Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér“

Barnungir boltasækjar séu settir í ómögulega stöðu – Hótanir um barsmíðar – „Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjóst aldrei við að hann þyrfti að reka goðsögn – ,,Þeir voru á endastöð bæði andlega og líkamlega“

Bjóst aldrei við að hann þyrfti að reka goðsögn – ,,Þeir voru á endastöð bæði andlega og líkamlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Damir í skammarkróknum á Kópavogsvelli

Sjáðu myndina: Damir í skammarkróknum á Kópavogsvelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Keflavík

Besta deildin: Markalaust í Keflavík
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmennirnir hundfúlir með nýjustu fréttirnar – Ekki nógu góður fyrir liðið

Stuðningsmennirnir hundfúlir með nýjustu fréttirnar – Ekki nógu góður fyrir liðið