Antony Santos leikmaður Manchester United hefur fest kaup á húsi í Manchester en hann var keyptur til félagsins í sumar.
United borgaði 85 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Ajax en hann hefur átt nokkra spretti í upphafi ferilsins þar.
Santos keypti sér hús í úthverfi Manchester sem áður var í eigu Paul Pogba eins og sést á myndbandi sem Antony birti.
Pogba fór frá United í sumar eftir sex ár en hann var ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.
Antony lives in the house of a former red devil 😈 pic.twitter.com/ebkh2NzziU
— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2022
Í húsinu eru öll þau þægindi sem ríkt fólk vill hafa, þar er sundlaug, lítill knattspyrnuvöllur, rækt og meira til.