fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Sport

Liverpool í reglulegu sambandi við Mbappe

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool í reglulega sambandi við Kylian Mbappe ef marka má franska fjölmiðla og L’Equipe segir að búast megi við því að Mbappe yfirgefi PSG á næsta ári.

Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi en hann hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid og segir L’Equipe að líklegt sé að spænska liðið geri tilraun til þess að fá hann eftir ár.

Vegna kórónuveirunnar er ólíklegt að nokkurt lið hafi efni á Mbappe í þessum félagaskiptaglugga en L’Equipe segir að PSG búi sig undir tilboð á næsta ári.

L’Equipe segir að Liverpool eigi í reglulegu samtali við umboðsmann Mbappe um það hvernig málum verði háttað næsta sumar. Enska félagið vill vera með í samtalinu ef PSG er tilbúið að láta hann fara.

Ljóst má vera að Mbappe yrði gríðarlegur liðsstyrkur fyrir hvaða lið sem er en hann er lykilmaður í PSG og franska landsliðinu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City