fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
433Sport

Van Persie sendir fyrrum félaga pillu – Gagnrýndi Wenger í bókinni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robin van Persie, hefur sent fyrrum samherja sínum Per Mertesacker væna pillu.

Mertesacker gaf nýlega út bók þar sem hann gagnrýndi Arsene Wenger, fyrrum stjóra Arsenal.

Mertesacker gagnrýndi Wenger fyrir að hafa oft of mikla trú á hópnum sínum og að þess vegna hefði hann ekki unnið fleiri bikara á seinni árunum.

Van Persie er alls ekki sammála þessum ummælum Mertesacker og sagði sína skoðun á málinu.

,,Margir fyrrum leikmenn eru að skrifa bækur, það er í tísku að gera það en ég mun ekki gera það sama,“ sagði Van Persie.

,,Hann má hafa sína skoðun en ég ætla ekki að blanda mér of mikið í það. Hann má hugsa það sem hann vill.“

,,Ég vann með Wenger í átta ár og hann gaf mér tækifæri. Hann var alltaf tilbúinn að ræða við mig um lífið. Hann var frábær þjálfari.“

,,Sumir vilja dæma hann bara á bikurum. Per er að reyna að finna ástæðu. Hann má segja það sem hann vill.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Segist eiga inni fjórar milljónir evra: ,,Skuldar mér tíu sinnum hærri upphæð“

Segist eiga inni fjórar milljónir evra: ,,Skuldar mér tíu sinnum hærri upphæð“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baunar á leikmann Liverpool: ,,Liðsfélagarnir hafa ekki verið ánægðir“

Baunar á leikmann Liverpool: ,,Liðsfélagarnir hafa ekki verið ánægðir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kennir Brasilíu um græðgi Neymar: ,,Hugsum bara um peningana“

Kennir Brasilíu um græðgi Neymar: ,,Hugsum bara um peningana“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner