Jose Mourinho, stjóri Manchester United, svaraði spurningum fréttamanna á blaðamannafundi í dag.
Mourinho var á meðal annars spurður út það hvort það væri mikið af vandamálum hjá félaginu þessa stundina eftie erfitt sumar.
United tapaði 3-2 gegn Brighton um síðustu helgi og síðan þá hefur mikið verið talað.
,,Ekki spyrja mig út í þetta því ég les þetta ekki. Ég veit ekki tíu prósent af því sem er verið að skrifa eða er í sjónvarpinu. Ég er ekki sá rétti til að svara því. Þið eru svartsýnir, ekki ég,“ sagði Mourinho.
,,Það er alltaf erfitt að tapa leikjum og þá sérstaklega fyrir þá sem er ekki sama um starfið sitt. Eftir á þá hugsaru bara um næsta leik.“
,,Þú getir það sama þegar þú vinnur. Þú verður að halda áfram og einbeita þér að næsta verkefni og gerir meira af því þegar þú tapar.“