Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Vestra um helgina.
Arnar var verulega ósáttur með dómara leiksins og lét í sér heyra eftir jöfnunarmark Vestra.
Var hann rekinn af velli og átti í kjölfarið að fá tveggja leikja bann enda var þetta hans annað rauða spjald á tímabilinu.
Aganefnd KSÍ metur hegðun Arnars hins vegar þannig að hún hafi farið yfir öll eðlileg mörk og bæta við auka leik.
Arnar verður því í banni gegn ÍA, KR og Val.