Pétur Bjarnason er loksins orðinn leikmaður Vestra og mun leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Þetta staðfesti Vestri í dag en Pétur hefur lengi reynt að komast til félagsins frá Fylki.
Fylkir vildi ekki losna við leikmanninn sem flutti þó á Ísafjörð og vildi því semja við Vestra í kjölfarið.
Það tók sinn tíma að klára þessi félagaskipti en Pétur lék alls 25 leiki fyrir Fylki í efstu deild í fyrra og skoraði sex mörk.
Framherjinn er uppalinn á Ísafirði og lék með Vestra eða BÍ/Bolungarvík alveg til ársins 2022.