Bernardo Silva verður samningslaus hjá Manchester City næsta sumar og eru nokkrir kostir á borðinu fyrir hann.
Portúgalinn hefur verið lykilmaður í liði City síðan 2017 en gæti farsælli dvöl lokið næsta sumar, þar sem enn hefur ekki verið framlengt við hann.
Ítalskir miðlar segja í dag að Juventus sé að skoða þann möguleika að reyna að fá Silva frítt næsta sumar. Þá er hans fyrrum félag, Benfica, einnig með augastað á honum.
Silva er 31 árs gamall og á að baki yfir 100 landsleiki fyrir Portúgal. Auk City og Benfica hefur hann leikið með Monaco á ferlinum.