Afar sorglegur atburður varð á sunnudag þegar knattspyrnumaðurinn Kian Broadhead lést í bílslysi aðeins 25 ára gamall.
Broadhead lék með liðinu Peel AFC á eyjunni Mön og var hann fyrirliði þess. Daginn fyrir slysið skelfilega lék hann sinn 118. leik fyrir félagið.
Fjöldi annarra félaga minnist nú Broadhead, bæði á Mön og víðar. Til að mynda hefur hópur stuðningsmanna Liverpool ákveðið að heiðra hann á 25. mínútu leiksins við Everton um komandi helgi.
Broadhead er lýst sem einstakri manneskju sem verður afar sárt saknað.