Fyrrverandi þjálfari Manchester United, Rene Meulensteen, segir að félagið ætti að sýna heilbrigða skynsemi og ráða Michael Carrick ef Ruben Amorim verður látinn fara.
United hefur byrjað tímabilið afleitlega og er í 14. sæti eftir fjóra leiki. Versta byrjun liðsins í 33 ár. Amorim hefur haldið fast í 3-4-3 kerfið sitt sem hefur litlu skilað og leikmenn eru sagðir missa trú á aðferðum hans.
Meulensteen segir að Carrick, sem þekkir félagið vel og sé með hugsun og yfirvegun sem gæti verið lausnin:
„Michael Carrick gæti verið augljós kostur. Hann þekkir enn marga leikmenn og veit hvað það þýðir að vera hjá United. Hann gæti komið með þá uppbyggingu og heilbrigða skynsemi sem vantar,“ segir Meulensteen.
Carrick þjálfaði Middlesbrough með ágætum árangri en hann var lengi vel leikmaður United og gerði vel.
Meulensteen var aðstoðarþjálfari hjá United á árum Sir Alex Ferguson og vann þar meðal annars þrjá deildartitla og Meistaradeildina tíð sinni hjá félaginu.