Manchester United gæti boðið Aston Villa að fá leikmann í skiptum fyrir markvörðinn Emiliano Martinez sem leikur með því síðarnefnda.
Þetta kemur fram í nokkrum miðlum en blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir einnig frá.
United er að horfa á markverði þessa stundina þar sem óvíst er hvenær Andre Onana verður leikfær á ný eftir að hafa meiðst í sumar.
Martinez er helst nefndur til sögunnar en United þyrfti að selja leikmann til að hafa efni á Argentínumanninum sem er sjálfur að horfa í kringum sig.
Romano nefnir enga leikmenn á nafn en möguleiki er á að Marcus Rashford sé einn af þeim sem eru fáanlegir eftir að hafa spilað með Villa á láni í vetur.